Innlent

Gjaldskrárhækkanir OR kosta Landspítalann rúmar 70 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, leitar leiða til að hagræða í rekstri. Mynd/ Anton.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, leitar leiða til að hagræða í rekstri. Mynd/ Anton.
Gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Reykjavíkur sem boðaðar voru á dögunum, með 8% hækkun á heitu vatni og 45% hækkun á fráveitugjaldi kosta Landspítalann 23 milljónir króna. Þessar hækkanir bætast við 50 milljóna kostnaðarauka fyrir spítalann vegna gjaldskrárhækkanna Orkuveitu Reykjavíkur sem komu til framkvæmda 1. febrúar síðastliðinn. Gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Reykjavíkur hafa því kostað Landspítalann alls 73 milljónir króna.

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að það þurfi að finna leiðir til hagræðingar á móti þessu. „Finnst mörgum sárt ef svona verðhækkanir og breytingar á þjónustu koma niður á þjónustu við sjúklinga en okkar markmið verður að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir slíkt. Slík varnarbarátta verður þó stöðugt erfiðari," segir Björn í nýjasta pistli sínum á vef Landspítalans.

Björn segir að þessi kostnaðarauki komi til viðbótar við aðrar breytingar á rekstri sveitarfélaga. Töluverður kostnaðarauki hlýst af því fyrir spítalann að Strætó hefur minnkað þjónustu sína á kvöldin og um helgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×