Innlent

Íslenskt barn fær að leiða leikmann í Meistaradeildinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán og Sóley við Emirates leikvanginn.
Stefán og Sóley við Emirates leikvanginn.
Íslensku barni mun gefast kostur á að komast í hóp barna alls staðar að úr Evrópu sem fylgja leikmönnum í úrslitaviðureign Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, UEFA Champions League, út á Wembley leikvanginn þann 28. maí næstkomandi. Búast má við því að andrúmsloftið verði rafmagnað þegar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram, en gera má ráð fyrir að 80 þúsund áhorfendur muni fagna leikmönnunum þegar þeir ganga inn á völlinn í einum mest spennandi knattspyrnuleik ársins.

„Viðskiptavinir okkar með MasterCard kort geta skráð börn til leiks og síðan verður eitt heppið barn valið til að fara á úrslitaviðureignina í maí ásamt foreldri sínu eða tilsjónarmanni. Barnið fylgir einum af leikmönnunum út á völlinn og er óhætt að segja að þetta sé ógleymanleg stund," segir Sigfríð Eik Arnardóttir, hjá Kreditkorti.

Börnin mega vera á aldrinum 7 - 9 ára og þurfa að vera á bilinu 110 - 130 cm á hæð. Allt er innifalið fyrir vinningshafana; flug- og hótelkostnaður, miðar á leikinn fyrir barn og fylgdarmann sem og dagpeningar.

Sóley Björk Hauksdóttir, 8 ára, datt í lukkupottinn í febrúar síðastliðnum og fór til Lundúna á viðureign Arsenal og Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar ásamt Stefáni Arnari Einarssyni, 7 ára. Sóley Björk leiddi Xavi Hernandez, fyrirliða Barcelona, en Stefán Arnar leiddi markvörð Barcelona, Victor Valdes.

Hægt er að skrá börnin til leiks á vef Kreditkorts




Fleiri fréttir

Sjá meira


×