Innlent

Ætla sér að ganga frá nýjum samningum í dag

Samningamenn Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins halda fast við að ganga frá nýjum kjarasamningum klukkan korter yfir fimm í dag, þótt enn sé óljóst hvort samið verður til skamms tíma eða þriggja ára.

Þetta sögðu þeir að loknum samningafundi, sem stóð langt fram á kvöld í gær og ítrekuðu nú fyrr hádegi. Það ræðst af því hvernig ríkisstjórnin kemur að ýmsum atriðum, hvort samið verður til lengri eða skemmri tíma.

Samningamenn hafa ekki hist á fundum í morgun, en verið í stöðugu síma og netsambandi innbyrðis og við stjórnvöld. Það var að heyra á samningamönnum laust fyrir hádegi að engin snurða hafi hlaupið á þráðinn í morgun. Í þriggja ára módelinu er gert ráð fyrir að launþegar fái 50 þúsund króna eingreiðslu strax, og síðan hækki laun um tíu til 11 prósent í áföngum á þremur árum.

Ekki er alveg eins fast mótað í hverju kjarabætur yrðu fólgnar í skammtíma samningi fram á haust, nema hvað talað er um 50 þúsund króna eingreiðslu strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×