Innlent

Um tíu manns greinst með nóróveirusýkinguna á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Akureyri.
Akureyri.
Nóróveirusýking er komin upp á Sjúkrahúsinu á Akureyri, búið er að loka lyfjalækningadeild tímabundið og skipta upp, hand- og bæklunardeild samkvæmt norðlenska miðlinum Vikudegi.

Á heimasíðu blaðsins segir að Sigurður Sigurðsson, staðgengill framkvæmdastjóra lækninga, að einir 6 sjúklingar og 3-4 starfsmenn hafi veikst. Hann segir að fyrstu tilfellin hafi komið upp hjá sjúklingi í byrjun vikunnar en sýkingin hafi svo blossað upp á miðvikudagsmorgun.

Þann dag um nóttina sýktust nokkrir sjúklingar og nokkrir starfsmenn sem fóru heim.

"Þá strax lokuðum við lyflækningadeildinni fyrir nýjar innlagnir og reyndum að senda alla sjúklinga, sem hægt var, sem fyrst heim. Við héldum þeim sem voru sýktir og þurftu að vera áfram á spítalanum á þeirri deild. Þetta gengur yfirleitt fljótt yfir en reyndar komu upp tvö tilfelli annars staðar, sem ég held að okkur hafi tekist að einangra strax. Það hafa því eingöngu verið bráðainnlagnir á spítalann þessa dagana," sagði Sigurður í viðtali við Vikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×