Innlent

Fréttablaðið blæs til veislu á morgun

Fréttablaðið verður 10 ára þann 23. apríl. Af því tilefni er efnt til mikillar afmælishátíðar fyrir lesendur í Perlunni á morgun frá klukkan 13-16.

Utandyra verður efnt til stærstu páskaeggjaleitar Íslandssögunnar, en 5000 páskaegg verða í boði. Börnin þurfa að finna þekktar persónur úr ævintýrunum, sem verða staðsettar í Öskjuhlíðinni og fá gómsætt súkkulaðiegg í fundalaun. Jafnframt er stefnt á að skipuleggja leiki og þrautir utandyra ef veður leyfir og þar verður einnig verður hægt að gæða sér á vöfflum og heitu kakói.

Innandyra verður boðið upp á þriggja tíma skemmtidagskrá og koma þar fram Páll Óskar, Friðrik Dór, Skoppa og Skrítla, nokkrir af Vinum Sjonna, Pollapönk, leikhópurinn Lotta og Fransína mús kynnir herlegheitin. Tíu metra löng afmæliskaka verður í boði, kaffi, safi og súkkulaðismakk frá Freyju.

Þá verður einnig sýning innandyra á 20 forsíðum og 20 ljósmyndum úr sögu Fréttablaðsins. Að lokinni afmælishátíðinni mun forsíðu- og ljósmyndasýningin flytjast í Kringluna og standa þar í tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×