Innlent

Lilja íhugar að stofna stjórnmálaflokk

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Lilja Mósesdóttir íhugar nú að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hún segist kanna alla möguleika er varða framtíð sína í stjórnmálum. Þá mun hún stofna nýjan þingflokk ásamt Atla Gíslasyni og Ásmundi Einari Daðasyni. Það verður þó ekki gert formlega fyrr en Alþingi kemur saman að loknu páskaleyfi. Hún segir starf þingflokksformanns ekki vera eftirsótt meðal þremenningna.

Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason funduðu í dag um stöðu sína eftir að Ásmundur Einar Daðason sagði sig úr þingflokki vinstri grænna. Á fundinum var ákveðið að stofna hinn nýja þingflokk. Lilja segir að nafnið hafi ekki verið endanlega ákveðið enda þurfi að velja það vel því ætla megi að margir snúi út úr því. Hún segir þó að ,,flóttamannahjálpin" eða ,,vinstri hætt" verði ekki fyrir valinu.

Lilja segir að nýr þingflokkur muni auðvelda þeim að hafa áhrif í þinginu en hún segir óháða þingmenn m.a. ekki fá upplýsingar um dagskrá þingsins. Þá auðveldi nýr þingflokkur þeim jafnfram útlutun á ræðutíma.

Hún segir það brýnt að þau taki ákvörðun um framtíð þeirra innan Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í haust. Þá segist Lilja nú kanna skilyrði þess að stofna nýjan stjórnmálaflokk til höfuðs vinstri grænum fyrir næstu Alþingiskosningar. Hún kanni alla möguleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×