Innlent

Larry King kemur til Íslands

Larry King kemur til Íslands í haust
Larry King kemur til Íslands í haust
Þáttastjórnendakóngurinn Larry King ætlar að koma til Íslands föstudaginn 23. september næstkomandi og halda stórskemmtilega sýningu fyrir Íslendinga. Sýningin verður haldin í Hörpunni.

Á sýningunni í Hörpunni ætlar hann að fara yfir feril sinn og segja margar skemmtilegar og fyndnar sögur. Í lok sýningar gefst gestum tækifæri á að spyrja þáttastjórnandann spjörunum úr.

Larry King var þáttastjórnandi hjá CNN í 25 ár og hefur tekið viðtöl við fjölmarga á ferli sínum. Svo sem Marlon Brando, Frank Sinatra, Charles Manson og alla forseta Bandaríkjanna síðustu áratuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×