Innlent

Stjórnin sprungin ef Þráinn forfallast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þráinn Bertelsson má ekki forfallast á Alþingi, eigi ríkisstjórnin að halda velli. Mynd/ GVA.
Þráinn Bertelsson má ekki forfallast á Alþingi, eigi ríkisstjórnin að halda velli. Mynd/ GVA.
Forfallist Þráinn Bertelsson af þingi er ríkisstjórnin sprungin. Þráinn var kjörinn á þing fyrir Borgarahreyfinguna. Hann sagði sig úr þeim félagsskap og gekk til liðs við VG. Félagar hans í Borgarahreyfingunni stofnuðu hins vegar Hreyfinguna. Katrín Snæhólm Baldursdóttir, varamaður Þráins á þingi, fylgir þingmönnum Hreyfingarinnar að máli.

Katrín segir í samtali við Vísi að hún telji líklegast að hún hefði kosið með vantrauststillögu þeirri sem Bjarni Benediktsson lagði fram í gær. Tillagan var felld með 32 atkvæðum. Það er minnsti mögulegi meirihluti sem ríkisstjórnin gat haft. „Einfaldlega finnst mér að vantraust á ríkisstjórnina sem kom fram í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar ríkisstjórnin er búin að taka sömu ákvarðanir aftur og aftur, sem hafa sýnt sig að standast ekki og verið með rök sem eiga ekki við neitt að styðjast, þá vantreysti ég henni til frekari verka. Ég tel bara mikilvægt að við fáum nýtt blóð," segir Katrín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir fylgir Hreyfingunni að málum. Mynd/ GVA.
Katrín segist jafnframt vera sammála félögum sínum í Hreyfingunni um það að hún vilji ekki að boðað verði til kosninga að nýju. Hún vill að stjórnlagaráð fái að ljúka störfum áður en kosið verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×