Innlent

Nýtir öll tækifæri til að tala máli Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir segist hafa talað við fjölda erlendra ráðherra vegna Icesave málsins. Mynd/ GVA.
Jóhanna Sigurðardóttir segist hafa talað við fjölda erlendra ráðherra vegna Icesave málsins. Mynd/ GVA.
„Auðvitað hef ég notað öll þau tækifæri sem ég hef haft þegar ég hef sótt fundi erlendis að tala máli íslands," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra við upphaf þingfundar í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra hvernig hún hefði staðið að því að kynna málstað Íslands eftir Icesave kosningarnar um helgina. Jóhanna hefur verið gagnrýnd meðal annars fyrir að segja að niðurstaða Icesave kosninganna væri versta mögulega niðurstaðan.

Jóhanna gagnrýndi líka stjórnarandstöðuna fyrir það hvernig hún talaði. „Það er heldur ekkert gott fyrir alþjóðasamfélagð að hlusta á þær dómsdagsspár sem stjórnarandstaðan hefur haldið uppi,“ sagði Jóhanna. Benti hún á að stjórnarandstaðan hefði talað um að á Íslandi væri enginn atvinnuuppbygging og enginn hagvöxtur af því að ríkisstjórninn gerði ekki neitt.

Jóhanna ítrekaði að hún hefði átt samtöl við forsætisráðherra allra Norðurlandanna. Þá hefðu seðlabankastjóri og fjármálaráðherra einnig lagt sitt af mörkum til þess að reyna að koma í veg fyrir að lánshæfismat ríkissjóðs yrði lækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×