Innlent

Ásmundur Einar styður ekki ríkisstjórnina lengur

Boði Logason skrifar
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, sagði á Alþingi fyrir stundu að hann myndi ekki styðja ríkisstjórnina lengur. Hann sagðist ekki geta stutt ríkisstjórn sem heldur ESB-ferlinu áfram að jafnmiklum þunga og raun ber vitni.

Ásmundur Einar sagðist vilja stöðva það ESB-ferli sem Ísland er komið í og „segja hingað og ekki lengra í þessu máli." Þá vildi hann leggja málið til hliðar um sinn á meðan þjóðin sé klofin í málinu.

„Niðurstaða mín er því sú, að ekki sé skynsamlegt að halda áfram í þessu Evrópusambandsferli - ég styð ekki lengur ríkisstjórn sem heldur þessu ferli áfram af jafnmiklum þunga og raun ber vitni," sagði Ásmundur Einar í umræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×