Innlent

Steingrímur: Ríkisstjórnin þarf ekki að kvíða atkvæðagreiðslunni

Boði Logason skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef hrunið hafi kennt Íslendingum eitthvað væri það að ofmetnast ekki.

Hann sagði að það væri erfitt að skera niður í ríkisfjármálum, hækka skatta og horfa á háar atvinnuleysistölur. „Auðvitað tökum við það allt inn á okkur, en veruleikinn er eins og hann er - við fáum honum ekki breytt með lýðskrumi eða blekkingum,“ sagði hann. Þá væru öfl á Alþingi sem sakni gamla Íslands - Ísland best í heimi-hugsunarhátturinn. „En það hefur ekki skilað okkur neinu,“ sagði Steingrímur.

„Framtíð okkar er björt, það þarf enginn að efast um það. Kreppan má ekki skrúfast föst í höfðinu á okkur,“ sagði Steingrímur og bætti við að vandinn sem blasir við þjóðinni væri huglægur.

„Þessi ríkisstjórn þarf ekki að kvíða dómi sögunnar og hún þarf ekki að kvíða atkvæðagreiðslunni hér í kvöld,“ sagði hann áður en hann steig úr ræðustóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×