Innlent

Styður tillöguna - reyndi að fá bara vantraust á Steingrím og Jóhönnu

Boði Logason skrifar
Þór Saari
Þór Saari
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði á Alþingi fyrir stundu að þegar hann frétti af vantrausttillögu Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnina hafi hann reynt að fá vantrausttillögu bara á Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, en hafi verið meinað að gera það.

Þór sagði að hann styðji tillögu Sjálfstæðisflokksins, um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar. Hann sagði að ríkisstjórnin hafi brugðist á fjölmörgum sviðum, og nefndi sem dæmi skuldavanda heimilanna.

Þá hafi ríkisstjórninni mistekist að gera upp hrunið. „Það eru enn hér þingmenn og ráðherrar sem fengu milljónir frá bönkunum en hafa ekki það geð í sér að yfirgefa þingið, þetta er það sem er að," sagði Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×