Innlent

Ríkisstjórnin verði sett af og við fáum nýja allt öðruvísi

Boði Logason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
„Það er sama hvar maður lítur inn á erlenda fjölmiðla þar sem hæstvirtur forsætisráðherra er til svara, allsstaðar eru svörin eins, að Íslendingar hafi valið versta hugsanlega kostinn - að hún óttist pólitíska upplausn, kaos," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðum um vantrausttillögu Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnina.

Sigmundur Davíð sagði að á meðan Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra tali í erlendum fjölmiðlum um efnahagslega og pólitíska upplausn sé ekki líklegt að lánstraust Íslendinga hækki.

Hann sagði jafnframt að ríkisstjórnin ætli ekki að bera ábyrgð á neinu sem hún hefur gert rangt og endaði ræðu sína á þessum orðum: „Þess vegna er ekki um annað að ræða en að þessi ríkisstjórn verði sett af og við fáum nýja allt, allt öðruvísi ríkisstjórn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×