Innlent

Ingibjörg um Icesave: Sært stolt og Þórðargleði

„Er ekki kominn tími til að lægja tilfinningaöldurnar í stað þess að kynda undir þeim?," spyr Ingibjörg Sólrún
„Er ekki kominn tími til að lægja tilfinningaöldurnar í stað þess að kynda undir þeim?," spyr Ingibjörg Sólrún
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, segir að Icesave hafi í hennar huga alltaf snúist um ískalt hagsmuna- og áhættumat en einhverra hluta vegna hafi tilfinningar tekið völdin. Henni finnst umræðan nú helst snúast um þjóðarstolt þar sem siðferðiskennd er sett fram andspænis staðfestu.

„Nú hefur sært stolt og Þórðargleði bæst ofan á allt hitt. Er ekki kominn tími til að lægja tilfinningaöldurnar í stað þess að kynda undir þeim?," spyr Ingibjörg Sólrún á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Fjöldi fólks lýsir yfir ánægju sinni með þessi orð Ingibjargar Sólrúnar.

Sigþór Ari Sigþórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Klæðningar, er fyrstur til að gera athugasemd. „Allir verða að fá að vinna sína sigra. Kannski var þessi nauðsynlegur fyrir meirihluta þjóðarinnar til að geta byrjað upp á nýtt," segir hann.

Ingibjörg Sólrún kemur því áréttingu á framfæri: „Sigþór. Ég er ekki að vísa til meirihluta þjóðarinnar sem ég held að sé ekki í neinu sérstöku tilfinningarúsi. Þetta á við um hina talandi stétt - Þessa sem stjórnar umræðunni í fjölmiðlunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×