Innlent

Hættur fylgja heita vatninu

Meira en 80 gráðu heitt vatn flæddi um Rofabæ í gær og djúpur 2. stigs bruni getur myndast ef fólk kemst í snertingu við vatnið
Meira en 80 gráðu heitt vatn flæddi um Rofabæ í gær og djúpur 2. stigs bruni getur myndast ef fólk kemst í snertingu við vatnið Mynd: Ólöf Anna Ólafsdóttir
Upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur vekur athygli á því að veruleg hætta stafar af því þegar heitavatnsleiðslur bila og heitt vatn flæðir um götur eins og gerðist í Rofabæ í gærkvöldi.

„Vatnið er meira en 80 gráðu heitt og djúpur 2. stigs bruni getur myndast á einnar sekúndu snertingu við vatnið.

Þar sem hugsanlegt er að þrýstihöggið í gær hafi veikt kerfið í Árbæ er mikilvægt að fólk hafi í huga hættuna sem getur stafað af heitavatnsbilunum," segir í tilkynningu.

Til nánari upplýsinga er bent á vefinn stillumhitann.is sem unnin var í samvinnu OR, Landspítala-Háskólasjúkrahúss og Sjóvá-Forvarnarhúss.


Tengdar fréttir

Tjón á heimilum í Árbæ

Heitavatnslagnir innanhús hafa brostið í tengslum við bilunina í vestanverðu Árbæjarhverfinu í kvöld. Enn er heitavatnsvatnslaust um vestanverðan Árbæinn og viðbúið að það standi fram eftir nóttu.

Heitavatnslaust í Árbæ

Heitavatnslaust er í hluta Árbæjarhverfis eftir að aðalæð við Rofabæ bilaði í kvöld. Vatnsleysið nær til þess hluta hverfisins sem er vestan Fylkisvegar, sem liggur frá Rofabæ að Árbæjarlaug.

Heitt vatn flæddi yfir Rofabæinn - íbúi náði myndum

"Ég átti í fullu fangi við að bægja frá börnum sem þarna voru að hjóla. Þau voru frekar ráðvillt í þokunni," segir Ólöf Anna Ólafsdóttir, íbúi í Árbæ í Reykjavík, sem var rétt fyrir utan heimili sitt við gatnamót Rofabæjar og Bæjarbrautar þegar um 70 gráðu heitt vatn fór þar að flæða upp úr brunni á götunni. Mikil gufumyndun varð vegna þessa og skyggni slæmt. Eins og greint hefur verið frá varð tjón á mörgum heimilum í vestanverðum Árbænum í gærkvöldi þegar heitt vatn fór að leka þar úr lögnum. Ólöf Anna slapp við vatnsskemmdir á sínu heimili. Hún ætlar þó að sjá til þess að einhverj verði heima hjá henni hún klukkan tíu, eins og Orkuveita Reykjavíkur hefur mælst til, þegar kveikt verður aftur á vatni sem skrúfað var fyrir í gær. Hún var að koma heim um klukkan sjö í gærkvöldi þegar hún varð vatnslekans á götunni vör. Nokkur umferð var á svæðinu en Ólöf Anna einbeitti sér að því að halda ungmennum frá heita vatninu, svo og að taka myndir. Það var síðan um klukkustund síðar sem starfsmenn Orkuveitunnar mættu á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×