Innlent

Sjaldgæfan höfrung rak á land

Myndirnar tók Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal.
Myndirnar tók Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal. MYND/Jóhannes Erlendsson.
Sjaldgæfa höfrungategund rak á land í Víkurfjöru aðfararnótt 2. apríl. Á heimasíðu Hafrannsóknarstofnunar segir Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur að um sé að ræða stökkul (Tursiops truncatus). „Hann telst til sjaldgæfra flækingstegunda við Ísland en er algengur sunnar í N-Atlantshafi og í öllum hitabeltis- og tempruðu hafsvæðunum."

Þá segir að síðan reglubundnar hvalatalningar hófust við Ísland árið 1987 hafi stökkull aðeins sést þrisvar sinnum með vissu á íslensku hafsvæði.

„Hræið var fryst og verður krufið í samvinnu Hafrannsóknastofnunarinnar og Náttúrufræðistofnunar Íslands."

Mynd/Jónas Erlendsson.
Nánari upplýsingar um tegundina úr bókinni Íslensk spendýr (2004) má skoða hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×