Innlent

Framsókn styður vantrauststillöguna - Hreyfingin óákveðin

Boði Logason skrifar
Frá Alþingi
Frá Alþingi
Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnina fer fram annað kvöld. Formenn þingflokkana funduðu í kvöld með Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, þar sem fyrirkomulag umræðunnar var rædd.

Umræðan hefst klukkan 16 á morgun og stendur yfir í fimm klukkutíma, henni lýkur svo með atkvæðagreiðslu um tillöguna.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist gera fastlega ráð fyrir því að allir í stjórnarandstöðunni muni styðja tillöguna. „Þangað til ég sé annað, geri ég ráð fyrir því að þeir sem eru búnir að vera gagnrýna ríkisstjórnina styðji tillöguna," segir Ragnheiður Elín.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði við Morgunblaðið í kvöld að Framsóknarflokkurinn ætli að styðja tillöguna.

Ekki náðist í Margréti Tryggvadóttur, Hreyfingunni, við vinnslu fréttarinnar. En samkvæmt heimildum Vísis eru þingmenn Hreyfingarinnar ekki búnir að ákveða sig hvort þeir muni styðja vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×