Innlent

Hollendingar segja ESB aðild háða Icesave - ætla að beita sér innan AGS

Fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager, sagði í ræðu á hollenska þinginu í dag að aðild Íslendinga að Evrópusambandinu sé háð því að lausn finnist á Icesave-málinu.

Þá segir de Jager að Hollendingar ætli að beita þrýstingi innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að Íslendingar endurgreiði skuld sína til Breta og Hollendinga.

„Við viljum tryggja þá afstöðu innan stjórnar AGS að það sé skilyrðislaus skylda Íslendinga að þeir standi við sínar skuldbindingar,“ sagði ráðherrann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×