Innlent

Vel heppnuð hátíð - Mugison peysan seld

Mugison peysan seldist dýrum dómum en ágóðinn rennur til hátíðarinnar.
Mugison peysan seldist dýrum dómum en ágóðinn rennur til hátíðarinnar.
Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, lauk í fyrradag og gekk eins og í sögu að sögn rokkstjórans í ár, Jóns Þórs Þorleifssonar. "Hápunkturinn var í raun bara hátíðin sjálf, hvað þetta gekk allt ótrúlega vel. Andrúmsloftið var og er yndislegt og það er augljóst að fólki líður vel."

Síðustu hátíðargestir og listamenn eru að tínast úr bænum í dag, en um 3000 manns sóttu hátíðina í ár. Jón Þór segir rokkstjórastarfið, sem hann gengdi í fyrsta sinn í ár, vera heilmikla vinnu og afar skemmtilega en hann segir að þótt svo tíminn þurfi að fá að leiða það í ljós sé alls ekki ólíklegt að hann taki þetta aftur að sér á næsta ári.

Mugison Peysan seld


Uppboði á lopapeysunni góðu, sem prjónuð var af velunnara hátíðarinnar, lauk þegar Mugison steig á svið á hátíðinni á laugardaginn. Það var Ísólfur Haraldsson sem hreppti peysuna en boð hans hljóðaði upp á 150.000 krónur. Uppboðunum er þó ekki alveg lokið, en gömul plata ísfirsku kvennahljómsveitarinnar Sokkabandið, sem steig aftur á svið á hátíðinni eftir 27 ára hlé, verður boðin upp á vefsíðu hátíðarinnar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×