Nýrnaveiki staðfest í sjókví í Arnarfirði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 15:43 Mynd úr safni af sjókvíum í Patreksfirði. Einar Árnason Nýrnaveiki hefur greinst í löxum í sjókví Arnarlax í Arnarfirði. Dýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST segir smitið hafa borist í kvína úr villtum löxum, en þar sé nýrnaveiki útbreidd. Svona smit geti skilað sér í aðeins meiri afföllum en hafi engin alvarleg áhrif. „Já það er alltaf smá barátta hjá sjókvíaeldinu að halda villta fisknum frá kvíunum, en það getur verið erfitt. Það fer ofboðslegur tími og fjármagn frá eldisstöðvunum í þetta, til að halda veikinni frá kvíunum,“ segir Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fisksjúkdjóma hjá Matvælastofnun. Hann segir að svona smit sé ekkert óeðlilegt, og komi ekki til með að hafa teljandi áhrif. Löxunum verði slátrað með eðlilegum hætti þegar að því kemur og ný seiði sett í kvíarnar, sem verða þá laus við sýkinguna. Nýrnaveikin alræmd í villta laxinum Gísli segir að nýrnaveiki sé útbreidd í villta laxastofninum á Íslandi. Hann tekur um það bil 700 sýni hvert haust úr villtum laxi, og það er alltaf „slatti af jákvæðum fiski.“ Laxarnir sýni þó engin einkenni. „Við sjáum aldrei nein klínísk einkenni í villtum fiski, en þessir fiskar eru að bera með sér smitið. Þetta er bara eins og flensa hjá okkur,“ segir Gísli. Komi til með að hafa lítil áhrif Gísli segir að þegar svona smit komi upp í sjókvíum, geti það veikt fiskinn og gert hann veikburðari og opnari fyrir öðrum sýkingum. Það sé aldrei af hinu góða að fá svona sýkingu. „En fiskarnir eru ekkert veikir eða neitt, og þeim verður slátrað með eðlilegum hætti. Þetta skilar sér kannski í aðeins meiri afföllum með tíð og tíma, en mun ekki hafa teljanleg áhrif,“ segir Gísli. Þegar svona smit komi upp sé gripið til varúðarráðstafana, passað sé upp á það að bátar fari ekki milli svæða og annað slíkt. Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
„Já það er alltaf smá barátta hjá sjókvíaeldinu að halda villta fisknum frá kvíunum, en það getur verið erfitt. Það fer ofboðslegur tími og fjármagn frá eldisstöðvunum í þetta, til að halda veikinni frá kvíunum,“ segir Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fisksjúkdjóma hjá Matvælastofnun. Hann segir að svona smit sé ekkert óeðlilegt, og komi ekki til með að hafa teljandi áhrif. Löxunum verði slátrað með eðlilegum hætti þegar að því kemur og ný seiði sett í kvíarnar, sem verða þá laus við sýkinguna. Nýrnaveikin alræmd í villta laxinum Gísli segir að nýrnaveiki sé útbreidd í villta laxastofninum á Íslandi. Hann tekur um það bil 700 sýni hvert haust úr villtum laxi, og það er alltaf „slatti af jákvæðum fiski.“ Laxarnir sýni þó engin einkenni. „Við sjáum aldrei nein klínísk einkenni í villtum fiski, en þessir fiskar eru að bera með sér smitið. Þetta er bara eins og flensa hjá okkur,“ segir Gísli. Komi til með að hafa lítil áhrif Gísli segir að þegar svona smit komi upp í sjókvíum, geti það veikt fiskinn og gert hann veikburðari og opnari fyrir öðrum sýkingum. Það sé aldrei af hinu góða að fá svona sýkingu. „En fiskarnir eru ekkert veikir eða neitt, og þeim verður slátrað með eðlilegum hætti. Þetta skilar sér kannski í aðeins meiri afföllum með tíð og tíma, en mun ekki hafa teljanleg áhrif,“ segir Gísli. Þegar svona smit komi upp sé gripið til varúðarráðstafana, passað sé upp á það að bátar fari ekki milli svæða og annað slíkt.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira