Innlent

Varað við hálku víðast hvar

Þessi mynd er tekin í Hlíðunum í morgun.
Þessi mynd er tekin í Hlíðunum í morgun. MYND/Sigurjón
Varað er við hálku á höfuðborgarsvæðinu en snjór huldi götur víða í borginni. Hið árlega páskahret hefur því látið sjá sig þrátt fyrir að páskarnir séu óvenju seint á ferðinni að þessu sinni.

Vegagerðin varar við hálku Hellisheiði, Þrengslum og á Sandskeiði. Hálka og hálkublettir eru víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi eru víða hálkublettir.  Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á heiðum. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Hálkublettir eru á Öxnadalsheiði og í Vatnsskarði. Á Austurlandi eru hálkublettir víða á heiðum. Á Suðausturlandi er víða krapi eða hálka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×