Innlent

Líklegt að nýr þingflokkur verði stofnaður eftir helgi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Einn þremenninganna sem sögðu sig úr þingflokki Vinstri grænna telur líklegra en ekki að þeir stofni nýjan þingflokk. Þingmaður VG útilokar að nýr þingflokkur starfi undir merkjum Vinstri grænna.

Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa á undanförnum vikum sagt sig úr þingflokki Hreyfingarinnar. Nú síðast Ásmundur Einar Daðason sem greiddi atkvæði með vanstrauststillögu Sjálfstæðisflokksins á sitjandi ríkisstjórn, sem Vinstri grænir eiga aðild að. Hinir tveir eru Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason, sem segir ekki orðið skýrt hver næstu skref þremenninganna verða. Atli vonast þó til að þetta skýrist eftir fund þremenninganna á morgun, eða í vikunni.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður og fyrrverandi þingflokksformaður Vinstri grænna, segir fráleitt að tveir þingflokkar geti setið á þingi fyrir VG. Hann segist í samtali við fréttastofu líta svo á að þótt þremenningarnir hafi ekki formlega sagt sig úr flokknum hafi þau þegar gert það að efninu til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×