Innlent

Opnuðu fyrir brunahana víðsvegar um borgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brunahani í notkun. Mynd/ HARI.
Brunahani í notkun. Mynd/ HARI.
Óprúttnir aðilar gerðu það að leik sínum að opna fyrir brunahana á um það bil átta stöðum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þurfti slökkviliðið að sinna verkefnum í um tvo klukkutíma vegna þessa.

Meðal annars var opnað fyrir brunahana í Grafarvogi og á Sæbraut. Á Sæbraut stóð svo mikil buna út á götuna að bílar gætu ekki keyrt þar um á meðan vatnið sprautaðist út úr brunahananum. Umferð tafðist því vegna þessa.

Slökkviliðsmaður sem fréttastofa talaði við segir að fólk hafi almennt ekki aðgang til þess að opna fyrir brunahana, en þessir óprúttnu aðilar hafi komist yfir lykil með einhverjum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×