Innlent

Bannað að breyta verki höfundar án leyfis

Einn helsti sérfræðingur landsins í höfundarrétti myndverka telur sýningarstjóra á Nýlistasafninu hafa verið óheimilt að nýta og breyta ljósmynd annars manns til að kynna umdeilda sýningu safnsins.

Hvenær stelur maður mynd - og hvenær býr maður til nýja úr hráefni frá öðrum? Þetta er gráa svæðið í deilunni um hvort sýningarstjórar á Nýlistasafninu hafi - í fyrsta lagi, mátt taka bók með málverkum Eggerts Péturssonar og ata hana matarleifum. Og í öðru lagi hvort þeir hafi mátt taka þessa ljósmynd Jónasar Björgvinssonar, breyta henni og nota í kynningarskyni. Útgefandi Eggerts krafðist þess að bókin yrði fjarlægð og Jónas krefst skaðabóta.

Þegar Stöð 2 ræddi við einn sýningastjóranna í gær - brást hann skjótt við og reif burtu þann hluta myndarinnar sem Jónas ljósmyndaði - en sagði um leið að þetta væri svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi.

Knútur Bruun var um áratugaskeið formaður Myndstefs.

Hann bendir á að samkvæmt höfundalögum má ekki breyta verki höfundar án leyfis - en sýningarstjórarnir viðurkenna fúslega að það hafi þeir gert.

Knútur segir fráleitt að sæmdarréttur sé úreltur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×