Innlent

Páskabingó Vantrúar - mótmæla helgidagalöggjöfinni

Mynd: Vantru.is
Undanfarin ár hefur skapast hefð fyrir páskabingói á Austurvelli á föstudaginn langa og í ár verður engin undantekning á því.

Það eru meðlimir Vantrúar sem standa fyrir bingóinu sem hefst klukkan hálf eitt.

„Við munum safnast saman klukkan 12:30 og sýna stjórnvöldum með þessum fallegu mótmælaaðgerðum hvað okkur finnst um löngu úrelta helgidagalöggjöfina.

Veglegir vinningar, bækur og páskaegg. Svo bjóðum við upp á kakó og kökur. Allt ókeypis! Öll börn fá glaðning," segir á heimasíðu Vantrúar.

Með því að smella á tengilinn hér að ofan má sjá myndband frá páskabingóinu í fyrra.

Samkvæmt helgidagalöggjöfinni er óheimilt að halda eða taka þátt í bingói á föstudaginn langa. Lögreglan sendi út tilkynningu nú fyrir páskana þar sem hún minnti á þetta bann. Vantrúarmenn hafa þó að mestu fengið að halda sitt bingó óáreittir í gegn um árin.

Nánari upplýsingar um Vantrú má finna á vef félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×