Innlent

Stjórn SSNV mótmælir harðlega bensínsköttum stjórnvalda

Á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldinn var þann 12.apríl síðastliðinn var meðal annars rætt um hækkandi eldsneytisverð og áhrif þess á íbúa og fyrirtækjarekstur á landsbyggðinni. Eftirfarandi var fært til bókar á fundinum:

"Stjórn SSNV mótmælir harðlega stefnu stjórnvalda í skattlagningu á eldsneyti. Íþyngjandi áhrif á atvinnustarfsemi og lífskjör íbúa á landsbyggðinni eru orðin með öllu óþolandi. Stjórnin telur aðgerða þörf strax."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×