Innlent

Vill afsökunarbeiðni frá Jóni Gnarr

Rósa Steingrímsdóttir formaður Barnanna okkar, samtaka foreldra leikskólabarna í Reykjavík, gerir athugasemd við ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra, á fundi Borgarstjórnar í gær. Rósa segir að Jón hafi lýst því yfir að foreldrar í borginni séu handbendi Sjálfstæðisflokksins og að afstaða þeirra gegn sameiningum í skólakerfinu tengist því.

Þetta segir hún gjörsamlega ótækt og að ummælin feli í sér þá skoðun borgarstjóra að foreldrar séu ekki hæfir til að mynda sér skoðun á málinu og að afstaða þeirra endurspegli pólitískt hagsmunapot.  „Þetta er gróf móðgun við alla foreldra og félög foreldra í borginni og móðgun við þeirra vönduðu umsagnir og ályktanir, en 90% umsagna frá foreldrum lýstu neikvæðu viðhorfi til sameininga auk þess sem hátt á 12. þúsund manns tjáðu andstöðu sín gegn sameiningum á börn.is.“

Rósa fer því fram á formlega afsökunarbeiðni borgarstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×