Innlent

Ákærðir fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Tveir pólskir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir innflutning á 1,5 lítrum af vökva sem innihélt amfetamínbasa til söludreifingar hér á landi. Mennirnir neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Með efnunum er hægt að framleiða 10 kíló af amfetamíni. Samkvæmt ákæru voru þau flutt inn frá London með farþegaflugi og fundu tollverðir þau í flöskum í farangri mannanna við komu þeirra til Keflavíkurflugvallar. Búast má við því að götuverðmæti amfetamínsins sem vinna má úr vökvanum sé um 50 milljónir króna.

Greint var frá rannsókn lögreglunnar á málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Þar kom fram að miðað við nýlega dóma í sambærilegum málum megi mennirnir eiga von á 2-3 ára fangelsi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×