Innlent

666 innbrot í bíla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það voru að meðaltali framin 666 innbrot í bíla á liðnum árum. Mynd/ Stefán.
Það voru að meðaltali framin 666 innbrot í bíla á liðnum árum. Mynd/ Stefán.
Alls voru 3331 innbrot framin í bíla á árunum 2006-2010, eða að meðaltali 666 innbrot á ári. Í Afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra kemur fram að þó nokkur aukning hafi orðið á árinu 2009 en þá voru brotin 834 eða 32% fleiri en árin á undan. Þessi þróun gekk svo til baka árið 2010 en þá voru brotin um 600, rétt eins og árin 2006-2008. Á árunum 2006-2009 voru um 90% brotanna á höfuðborgarsvæðinu en þetta hlutfall fór niður í 84% árið 2010. Innbrot í bíla er fjórðungur allra innbrota sem framin voru árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×