Viðskipti innlent

FME vildi að forstjóri VÍS hætti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Örn Gunnarsson er nýlega hættur sem forstjóri VÍS.
Guðmundur Örn Gunnarsson er nýlega hættur sem forstjóri VÍS.
Fjármálaeftirlitið taldi rétt að Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri Vátryggingafélags Íslands, viki úr starfi vegna óeðlilegrar lánastarfsemi sem átti sér stað í félaginu á árunum 2008-2010. Þetta er fullyrt í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Blaðið segir að lánin sem um ræði hafi meðal annars verið veitt til móðurfélags VÍS, Existu, starfsmanna VÍS og annarra aðila innan Existu-samstæðunnar. Viðskiptablaðið segir að þau hafi mörg hver verið veitt eftir bankahrun. Meðal annars til að lántakendurnir gætu mætt fasteignarskuldbindingum sínum.

VÍS tilkynnti í fyrradag að Guðmundur myndi hætta störfum hjá fyrirtækinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×