Innlent

Íslendingar verði tæplega hálf milljón

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingum mun fjölga á næstunni. Mynd/ Vilhelm.
Íslendingum mun fjölga á næstunni. Mynd/ Vilhelm.
Samkvæmt djörfustu spám verða Íslendingar orðnir tæplega 500 þúsund árið 2060. Í nýuppfærðri mannfjöldaspá Hagstofu Íslands segir að Íslendingar verði í mesta lagi orðnir 491 þúsund, en að minnsta kosti orðnir 384 þúsund talsins. Miðspáin gerir ráð fyrir að Íslendingar verði 433 þúsund.

Hagstofan segir að aldurskipting landsmanna breytist mjög á þessu tímabili. Fjöldi þeirra sem eru 65 ára og eldri muni aukast mjög í hlutfalli af fólki á aldrinum 20 - 64 ára, en yngra fólki fækkar.

Gert er ráð fyrir að fleiri flytjist til landsins en frá því. Einkum verður um að ræða að erlendir ríkisborgarar flytji til landsins, en til lengri tíma litið flytja jafnan fleiri íslenskir ríkisborgarar til útlanda en snúa heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×