Innlent

Matvælastofnun ráðleggur fólki að sjóða spírur

Matvælastofnun ráðleggur neytendum að sjóða spírurnar til að forðast smit.
Matvælastofnun ráðleggur neytendum að sjóða spírurnar til að forðast smit. Mynd/AP
Matvælastofnun ráðleggur neytendum að skola baunaspírur vel og sjóða þær í varúðarskyni auk þess sem ráðlegt sé að hugsa vel um handþvott til að forðast smit. Tilefnið er nú hópsýking sem upp kom í Frakklandi, sem hægt er að tengja við neyslu á spírum.

Fræin sem um ræðir koma frá bresku fyrirtæki, en þó virðist enginn hafa veikst þar í landi. Grunur beinist nú að lífrænum fennel-fræjum frá Egyptalandi eftir því sem fram kemur á vefsíðu Matvælastofnunar.



Ekki hafa greinst sýkingar hér á landi af völdum neyslu á hráum spírum, en enginn innflutningur er til Íslands á baunaspírum frá Þýskalandi eða Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×