Innlent

Aðeins sjö deildarlæknar - eiga að vera tuttugu og tveir

Sumir læknar kvíða sumrinu
Sumir læknar kvíða sumrinu Mynd úr safni
Aðeins sjö deildarlæknar verða að störfum á lyflækningadeild Landspítalans á tímabili í júlí en þeir eiga að lágmarki að vera tuttugu og tveir. Formaður félags almennra lækna segir starfsmenn kvíða sumrinu og að dæmi séu um að einhverjir hafi leitað að vinnu annars staðar vegna ástandsins.

Deildin er sú yfirgripsmesta á spítalanum, með þrjúhundruð inniliggjandi sjúklinga að meðaltali og tuttugu og tvo deildarlækna að störfum. Nú liggur hins vegar fyrir að læknarnir verða ívið færri í sumar og segir Eyjólfur Þorkelsson, Formaður Félags almennra lækna, álagið á starfsfólkinu vera við hættumörk.  Hann segir að rannsóknir erlendis frá hafi sýnt að læknamistök aukist í réttu hlutfalli við álag og þreytu lækna.

Tvær lausnir eru í boði segir Eyjólfur Þorkelsson, formaður félags almennra lækna en þær eru hvorugar fýsilegar að hans mati. Önnur leiðin er að fá sérfræðilækna til að ganga vaktir sem deildarlæknar gengu áður.

Hann segir að kennsla og handleiðsla fyrir læknanema og kandídata verði mjög lítil.

Eyjólfur segist ekki vita hvernig ástandið muni verða í ágúst en hann segir fólk mjög uggandi fyrir því að starfa á Landspítalanum. Dæmi er um að fólk reyni að taka kandídatsárið annarsstaðar en á spítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×