Innlent

Skipverjar keppa í planki - Alltaf eitthvað að bauka

Skipverjar á Hugin VE eru heldur uppátækjasamir
Skipverjar á Hugin VE eru heldur uppátækjasamir Mynd Huginn VE
Allir átján skipverjar á fjölveiðiskipinu Hugin VE slógu til og ákváðu að taka þátt í plankakeppni. Guðmundur Ingi Guðmundsson, fyrsti stýrimaður, hafði aldrei heyrt um plank fyrr en félagar hans á skipinu fóru að tala um þessa nýstárlegu afþreyingu. „Ég kom bara af fjöllum," segir hann. Fyrsta plank Guðmundar hefur nú verið fest á filmu, ásamt planki hinna skipverjanna, og stendur yfir kosning um besta plankið.

Þeim sem þekkja til þeirra félaga á Hugin kemur uppátækið ekki mikið á óvart enda segir Guðmundur Ingi þá heldur uppátækjasama. „Við erum alltaf að bauka eitthvað, segir hann.

Myndirnar af planki skipverjanna má sjá hér að neðan. Þær er einnig að finna á heimasíðu Hugins VE þar sem nafn hvers plankara er við myndirnar og þar er auk þess hægt að kjósa um besta plankið.

Þar segir að ýmislegt þurfi að hafa í huga þegar lagt er mat á plankið: „Taka þarf tillit til þess, hversu beinn aðilinn er, hversu hættulegt þetta er, hversu frumlegt plankið er og eitthvað fleira sniðugt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×