Innlent

Yfirvinnubann bitnar verst á erlendum ferðamönnum

Ferðamenn í Reykjavík. Myndin er úr safni.
Ferðamenn í Reykjavík. Myndin er úr safni.
Yfirvinnubannið bitnar verst á erlendum ferðamönnum að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, en viðræðum á milli ríkissáttasemjara og atvinnuflugmanna var slitið fyrr í dag þar sem of mikið ber í milli.

Fyrir vikið falla sex flug niður annars vegar í nótt og í fyrramálið og svo önnur sex aðfaranótt mánudags. Þær raskanir munu hafa áhrif á þúsund farþega, sem að sögn Guðjóns eru að mestu erlendir ferðamenn.

Í viðtali við ríkissáttasemjara fyrr í dag á Vísi kom fram að það sé ekki á dagskránni að funda aftur á morgun. Aftur á móti er auðveldlega hægt að boða til fundar, sjáist vísbendingar um breytta stöðu, eins og Magnús Jónsson, fulltrúi ríkissáttasemjara, orðaði það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×