Innlent

Fundi slitið - ferðaáætlanir þúsund farþega í uppnámi

Ríkissáttasemjari sleit fundi á milli flugmanna Icelandair og ríkisáttasemjara um klukkan hálf þrjú í dag. Ekki er ljóst hvenær viðræður hefjast að nýju en að sögn Magnúsar Jónssonar hjá ríkissáttasemjara. Fundi var slitið vegna þess að það væri of langt bil á milli viðsemjenda að sögn Magnúsar.

Þetta þýðir að flug á morgun og á mánudag verða frestað með þeim afleiðingum að ferðaáætlanir þúsund farþega raskast.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hleypti illu blóði í kjaraviðræður á milli atvinnuflugmanna Icelandair vegna ummæla sinna um að það væri hugsanlegt að setja lögbann á yfirvinnubann flugmanna Icelandair. Þetta sagði Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri íslenskra atvinnuflugmanna í viðtali við Ríkisútvarpið í hádeginu.

Magnús segir það ekki hafa haft nein áhrif á þá ákvörðun að slíta fundinum. „Það hefur ekki verið minnst á þetta við samningaborðið," sagði hann í viðtali við Vísi.

Spurður hvort það væri búið að boða til fundar á morgun sagði Magnús svo ekki vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×