Innlent

Torfæruhjólamaður minna slasaður en í fyrstu var talið

Nesjavallavirkjun. Á þessu svæði slasaðist maðurinn. Athugið að myndin er úr safni.
Nesjavallavirkjun. Á þessu svæði slasaðist maðurinn. Athugið að myndin er úr safni. Mynd / GVA
Karlmaður, sem slasaðist á torfæruhjóli við Nesjavallavirkjun í gærkvöldi, er minna slasaður en talið var í fyrstu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn á ferð ásamt tveimur félögum sínum þegar framhjólið fór ofan í holu. Þannig kollsteyptist það og maðurinn féll fram fyrir sig.

Lögreglan kom á svæðið skömmu síðar og naut liðsinnis slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fjórhjól til umráða. Þannig fóru þeir að slysstað og hlúðu að manninum. Um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi kom svo þyrla landhelgisgæslunnar og flutti manninn á spítala til aðhlynningar um hálftíma síðar.

Þá kom í ljós að meiðsl mannsins voru ekki jafn slæm og í fyrstu var talið. Hann er með brotinn hryggjalið auk annarra meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×