Innlent

Innrásarvíkingar með uppistand í sumar

Innrásarvíkingarnir ætla að gleðja fólk víðsvegar um landið með uppistandi.
Innrásarvíkingarnir ætla að gleðja fólk víðsvegar um landið með uppistandi.
Þrír íslenskir uppistandarar hafa ákveðið að sameina krafta sína og hafa sett sér það markmið að fá íslendinga um land allt til að skella upp úr. Saman mynda þeir uppistandshópinn "Innrásavíkingarnir".

Innrásarvíkingarnir Beggi Blindi, Óskar P og Rökkvi Vétseinsson munu ferðast um landið í sumar og bjóða áhugasömum upp á eins og hálfs tíma grínsýningu, en þeir segjast ætla að leyfa innsæinu og stað og stund ráða för þegar það kemur að því að ákveða hvaða stefnu sýningin tekur hverju sinni.

Nánari upplýsingar um hópinn og sýninguna má nálgast á facebooksíðu hópsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×