Innlent

Lennon og Ono heiðruð í Viðey

Qero indjánahjón frá Perú blessuðu landið.
Qero indjánahjón frá Perú blessuðu landið.
Indjánar frá Perú blessuðu landið þegar yfir fimmtíu erlendir friðarunnendur komu saman við friðarsúluna í Viðey í dag til að heiðra baráttu John Lennon og Yoko Ono fyrir friði.

Hópurinn, sem kemur frá 15 löndum, hefur dvalið hér vikulangt í tilefni árlegrar friðarráðstefnu en þau segjast heilluð af Íslandi og hvetur talsmaður þeirra Íslendinga til að varðveita sérkenni sín.

Við athöfnina í dag blessuðu heiðursgestir ráðstefnunnar, Qero indjánahjón frá Andesfjöllum í Perú, friðarsúluna og Ísland með heilagri bæn. Því næst sameinuðust gestir í þakkarathöfn til náttúrunnar og að lokum var sameiginleg hugleiðsla til að senda orku og hamingju frá Íslandi til allrar heimsbyggðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×