Innlent

Flugmenn stórskaða ferðaþjónustuna

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Mynd/Stefán Karlsson
Samtök ferðaþjónustunnar segja aðgerðir flugmanna Icelandair og niðurfellingu fluga stórskaða ferðaþjónustuna hér á landi. Þá segja samtökin að verkfallsvopnið ekki hafa verið lögleitt til þess að þjóna hálaunastéttum í einokunaraðstöðu.

Icelandair hefur fellt niður sex flug félagsins á sunnudag vegna verkfallsaðgerða flugmanna, sem hófust klukkan tvö í dag. Jafnframt hefur Icelandair tilkynnt að náist ekki samningar muni fyrirsjáanlega þurfa að fella niður sex flug til viðbótar á mánudag og verður það gert með sólahrings fyrirvara.

Samtök ferðaþjónustunnar segja í tilkynningu að víða hafi hægt á bókunum síðustu daga og nú þegar flug hafi verið fellt niður sé viðbúið að erlendar ferðaskrifstofur muni afbóka hópa og senda þá annað. Fyrirtæki muni því verða fyrir miklu tjóni.

„Hótanir um truflanir á flugi eru ekkert innanlandsmál, slíkar fréttir berast víða um heim og erlendar ferðaskrifstofur taka ekki áhættu á senda hópa á svæði þar sem engir aðrir samgöngumöguleikar eru til staðar."

Hálaunahópur í einokunaraðstöðu

Þá segir í tilkynningu Samtaka ferðaþjónustunnar: „Það er búið að semja við ca. 85% launaþega á almennum vinnumarkaði án verkfallsaðgerða en verkfallsvopnið var ekki lögleitt til þess að þjóna hálaunastéttum í einokunaraðstöðu."

Samtök ferðaþjónustunnar segja mikið búið að ganga á hjá ferðaþjónustunni að undanförnu. „Mannfólkið getur ekki gert við eldgosi og kulda en þarna er hálaunahópur að stofna til tekjumissis fjölda fyrirtækja á landinu."


Tengdar fréttir

Samningafundur flugmanna heldur áfram fyrir hádegi

Samningafundur flugmanna hjá Icelandair og viðsemjenda þeirra, sem hófst í gærmorgun, stóð hjá Ríkissáttasemjara fram yfir miðnætti, að hlé var gert til klukkan hálf ellefu fyrir hádegi í dag.

Yfirvinnubann flugmanna hafið

Yfirvinnubann hjá flugmönnum Icelandair er hafið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna fyrir hönd flugmanna Icelandair og Samtaka atvinnulífsins fyrir Icelandair enn yfir og er staðan mjög óljós. Fundað er í húsakynnum Ríkissáttasemjara.

Yfirvinnubann hefst að óbreyttu eftir hádegi

Samningamenn flugmanna hjá Icelandair og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins reyna nú til þrautar að ná samkomulagi í kjaradeilunni, til að koma í veg fyrir yfirvinnubann flugmanna, sem hefst eftir þrjár klukkustundir, ef ekki semst fyrir þann tíma.

Flug fellur niður vegna aðgerða flugstjóra

Icelandair hefur fellt niður sex flug félagsins á sunnudaginn vegna verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem hófust klukkan tvö í dag.

Yfirvinnubann í dag ef ekki tekst að semja

„Þetta mjakast. Við bindum vonir við að endar náist saman.“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í gærkvöldi. Sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair, sem hófst klukkan hálftíu í gærmorgun, stóð enn yfir hjá Ríkissáttasemjara þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×