Innlent

Gæsluvarðhald framlengt - vistaður á Sogni

Frá vettvangi
Frá vettvangi
Karlmaður á þrítugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið kærustu sinni að bana í maí síðastliðnum, var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. júlí. Beðið er eftir niðurstöðum úr geðheilbrigðisrannsókn og krufningsskýrslum.

Karlmaðurinn ók að Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi 12. maí síðastliðinn og sagði við starfsfólk spítalans að kærasta sín væri í skottinu látin. Hann var handtekinn í kjölfarið og er grunaður að hafa verið valdur að dauða hennar.

Fyrstu tvær vikurnar var maðurinn í einangrun á Litla-Hrauni en eftir það hefur hann verið vistaður á réttargeðdeildinni á Sogni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður málið sent til ríkissaksóknara þegar rannsókn lögreglu er lokið, sem er búist við að verði fyrir 21. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×