Innlent

Nauðgarar sjaldnast ópersónuleg skrímsli

NEI-hreyfingin gegn kynbundnu ofbeldi hefur verið áberandi í sumar. Finnborg Salome og Thomas starfa í hreyfingunni en þau hafa áhyggjur af því hve oft þolendur kynferðisbrota eru gerðir ábyrgir fyrir brotunum í opinberri umræðu.
NEI-hreyfingin gegn kynbundnu ofbeldi hefur verið áberandi í sumar. Finnborg Salome og Thomas starfa í hreyfingunni en þau hafa áhyggjur af því hve oft þolendur kynferðisbrota eru gerðir ábyrgir fyrir brotunum í opinberri umræðu. Mynd/Stefán Karlsson
„Okkar forgangsatriði er að berjast gegn þeirri hugmynd að fórnarlömb nauðgana geti á einhvern hátt sjálfum sér um kennt. Ábyrgð á nauðgunum er alfarið hjá gerandanum en því miður virðist fókusinn í almennri umræðu oft verða á hegðun fórnarlambsins. segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er 25 ára gömul og stundar mastersnám í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er talsmaður NEI-hreyfingarinnar. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi.“

NEI-hreyfingin sem berst gegn kynbundnu ofbeldi hefur verið áberandi síðustu vikur. Hreyfingin hefur í sumar unnið að átaki undir yfirskriftinni: Ef þú fékkst ekki samþykki - þá ertu nauðgari, og heimsótti meðal annars Bestu útihátíðina til að vekja hátíðargesti til umhugsunar um kynbundið ofbeldi. Finnborg Salome og Thomas Brorsen Smidt taka þátt í starfi hreyfingarinnar sem er allt unnið í sjálfboðavinnu og fjármagnað með styrkjum. Rætt er við þau í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins.

Vekjum fólk vonandi til umhugsunar

Spurður hvers vegna ekki megi hafa orð á ráðum til kvenna um hvernig minnka megi líkurnar á nauðgun svarar Thomas: „Í fyrsta lagi má segja að að baki þessu sjónarmiði sé sú hugsun að nauðgarar séu á einhvern hátt skrímsli. Þeir bara nauðgi án þess að nokkuð sé hægt að gera í því og menning og andrúmsloft skipti engu máli. Málið er það að nauðgarar eru sjaldnast einhver ópersónuleg skrímsli.“

Þá segir Finnborg í viðtalinu að að svo virðist sem lögregla og réttarkerfið beini áherslunni því miður of oft að þolendunum. Þá sé einkennilegt að skipuleggjendum útihátíða finnist bara í lagi að það eigi sér stað fjöldi nauðgana á sömu hátíðunum ár eftir ár og komi svo í fjölmiðla og segi að allt hafi gengið vel.

„Við áttum okkur samt á því að við komum boðskapnum ekki bara fyrir í hausnum á fólki. Við getum hins vegar vonandi vakið fólk til umhugsunar og fengið það til að hugsa öðruvísi um kynferðis-ofbeldi. Takist okkur það höfum við náð árangri,“ segir Finnborg.

Viðtalið er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×