Innlent

Krummi gerir sig heimkominn í Norðlingaholtinu

Svo virðist sem krumminn gæfi, sem Vísir greindi frá þann 20. júlí síðastliðinn, hafi gert sig heimkominn í Norðlingaholtinu, en hann vakti fyrst athygli fréttastofu þegar íbúar höfðu samband eftir að hrafninn hafði eytt 40 mínútum að leik með krökkum á svæðinu.

Krumma líkar greinilega vel við íbúa Norðlingaholts, því nú hafa fréttastofu borist fleiri myndir af honum þar sem hann heimsótti aðra fjölskyldu í hverfinu í fyrradag og gæddi sér þar á brauði úr höndum heimilisfólks og pottaplöntum.


Tengdar fréttir

Gæfur krummi leikur sér við íbúa í Norðlingaholtinu

Þær Elma Dögg og Karen Sunna Atladætur fengu sannarlega góða sumargjöf þegar þær komu auga á krumma fyrir utan heimili sitt í Norðlingaholti. Hann reyndist vera einstaklega gæfur og segir Elma að þær systur hafi leikið sér við hann í um 40 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×