Innlent

Kvartanir vegna hávaða í heimahúsum í nótt

Ætla má að tónlist þessara manna hafi borist mörgum nágrönnum til eyrna, þó draga verði það í efa að kallað hafi verið til lögreglu í það skiptið. Mynd úr safni.
Ætla má að tónlist þessara manna hafi borist mörgum nágrönnum til eyrna, þó draga verði það í efa að kallað hafi verið til lögreglu í það skiptið. Mynd úr safni. Mynd/Valgarður
Nokkrar kvartanir bárust lögreglu vegna hávaða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu á öðrum og þriðja tímanum í nótt. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu var nóttin annars fremur róleg í umdæminu.

Í nær öllum tilvikum þegar kvartað var yfir hávaða var um að ræða of hátt stillta tónlist sem fór fyrir brjóstið á nágrönnum.

á voru þrír ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu. Tveir þeirra voru í annarlegu ástandi og sá þriðji hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×