Innlent

Líklega frekari lokanir á Laugavegi

HH skrifar
Mynd: hag
Fjölmargar hugmyndir eru á lofti varðandi mögulega lokun Laugavegarins fyrir bílaumferð. „Sumir vilja loka honum varanlega, aðrir eru hræddir við það, en það er nú líklegt að það verði einhverjar lokanir fyrir bílaumferð í framtíðinni," segir Örn Sigurðsson, settur sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg.

Borgarráð hefur ákveðið að göngugatan á Laugavegi verði opin lengur en áformað var.

Til stóð að Laugavegurinn, frá Vatnsstíg að Skólavörðstíg, yrði opnaður fyrir bílaumferð um mánaðarmótin en það voru verslunarmenn við götuna sem óskuðu eftir framlengingu á lokuninni. Borgarráð ákvað á fundi sínum í gær að verða við beiðninni og verður hluti Laugavegar því göngugata til og með 7. ágúst.

Jafnframt veitti borgarráð leyfi fyrir götuhátíð á skólavörðustíg dagana annan til sjöunda ágúst, en þá verður gatan lokuð frá Bergstaðastræti að Bankastræti. Mánudaginn 8. ágúst verður síðan opnað fyrir bílaumferð á ný bæði niður Skólavörðustíg og Laugaveg.

Framhaldið verður síðan skoðað í ljósi reynslunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×