Innlent

Sundkennara meinað að fara með barnabörnin í sund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Börn í sundi. Mynd/ GVA.
Börn í sundi. Mynd/ GVA.
Sundkennari til fjörtíu ára var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er nýjar reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt reglunum er fullorðnum einstaklingi óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna.

„Ég er búinn að koma með þessi börn síðan þau fæddust í laugina og svo kem ég hérna í gær með tvö tíu ára og tvö sjö ára og þessi tíu ára eru flugsund á öllum sundum og ég fæ ekki að fara með þau í laugina. Ég er bara sendur heim," segir Anton Bjarnason íþróttakennari.

Anton segir í samtali við fréttastofu að honum finnist þessar nýju reglur mjög skrýtnar. Sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt sömu reglum má leiðbeinandi á sundnámskeiði hafa allt að fimmtán börn hjá sér, hvort sem börnin eru synd eða ósynd. „Ég má fara með fimmtán ósynda unga, börn sem eru algerlega óskyld mér, en ég má ekki fara með barnabörnin mín," segir Anton.

Hann segir þó sjálfsagt að hafa vara á rekstri sundstöðva og bendir á að nýlega hafi orðið hörmulegt slys í sundlaug á Selfossi. Það sé hins vegar ekki rétta leiðin að meina fólki að fara með barnabörnin sín í sund. „Ef sundlaug er opnuð og ég fer að selja ofan í að þá á alltaf að vera sundlaugavörður á bakkanum," segir Anton Bjarnason. Ekki megi vera misbrestur á þessu atriði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×