Innlent

Búist við 10 þúsund manns á Egilsstöðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölskyldur eru byrjaðar að koma sér fyrir á Egilsstöðum.
Fjölskyldur eru byrjaðar að koma sér fyrir á Egilsstöðum.
Það fjölgar jafnt og þétt á tjaldstæðinu sem staðsett er rétt við flugvöllinn við Egilsstaði. Ástæðan er sú að þar fer fram Unglingalandsmót UMFÍ um helgina. Umferðinni á svo eftir að þyngjast enn frekar eftir sem á daginn líður.

Samkvæmt upplýsingum frá UMFÍ eru yfir 1200 þátttakendur skráðir til leiks og er gert ráð fyrir að í kringum tíu þúsund manns verði á mótinu um helgina. Það er svipaður fjöldi og sótt hefur þessi vinsælu mót undanfarin ár.

Fjölskyldur voru búnar að koma sér fyrir á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum núna eftir hádegið. Dagskrá mótsins hefst í kvöld með varðeldi en keppnin hefst í fyrramálið. Formleg setning verður annað kvöld á Vilhjálmsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×