Innlent

Umferð hefur gengið vel á hálendinu

Björgunarveitin Núpar frá Kóparskeri að störfum en hún hefur verið með vaktina fyrir norðan Vatnajökul þessa vikuna. Myndin er frá því að sveitin aðstoðaði ítölsk hjón í vandræðum.
Björgunarveitin Núpar frá Kóparskeri að störfum en hún hefur verið með vaktina fyrir norðan Vatnajökul þessa vikuna. Myndin er frá því að sveitin aðstoðaði ítölsk hjón í vandræðum.
Umferð hefur gengið  vel um verslunarmannahelgina á hálendinu. Svo virðist sem minni umferð sé núna á hálendinu en hefur verið undanfarnar verslunarmannahelgar, að því er fram kemur í tilkynningu frá hálendisvakta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Veðrið hefur örugglega eitthvað um það að segja. Hálendisvaktin felur í sér að í tæpa tvo mánuði á hverju sumri eru björgunarsveitir til taks á fjórum stöðum á hálendinu; Kjalvegi, að Fjallabaki, á Sprengisandsleið og á svæðinu norðan Vatnajökuls. Auk þess að sinna formlegum aðstoðarbeiðnum og útköllum eru sveitirnar ferðamönnunum innan handar á ýmsan máta er tengist öryggi og slysavörnum og er þetta í sjötta skiptið í sumar sem hálendisvaktin er til staðar. Öll þessi vinna er unnin í sjálfboðavinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×