Innlent

Tæplega 30 fíkniefnamál í Eyjum

Frá hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal sl. föstudagskvöld.
Frá hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal sl. föstudagskvöld. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Átta fíkniefnamál komu upp í Vestamanneyjum síðdegis í gær og nótt. Heildarfjöldi fíkniefnamála á yfirstandandi Þjóðhátíð er nú 29 en það eru álíka mörg mál og komið hafa upp á undanförnum árum, að sögn lögreglu.

Flest málin eru minniháttar og um neyslueiningar að ræða. Fíkniefnahundurinn Luna fann 10 grömm af amfetamíni og 3 grömm af hassi og hefur einstaklingur viðurkennt að eiga efnin og hafa ætlað að selja þau á hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal. Á föstudaginn fundust 10 grömm af amfetamíni við húsleit í íbúðarhúsi í bænum.

Þrír stútar

Skemmtanahald á hátíðarsvæðinu fór vel fram síðastliðna nótt og var mun rólegra hjá lögreglunni en nóttina á undan. Enginn gisti fangageymslur gegn vilja sínum, en lögregla skaut hins vegar skjólshúsi yfir þrjá að þeirra eigin beiðni, þar sem þeir voru ráfandi um og höfðu týnt tjöldunum sínum. Engin líkamsárás hefur verið kærð eftir nóttina, og heldur engin kynferðisbrot. Þrír ökumenn voru kærðir vegna ölvunar við akstur og einn vegna réttindaleysis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×