Innlent

Von á þúsund gestum til Eyja í dag

Páll Óskar Hjálmtýsson tróð upp á Þjóðhátíð á föstudagskvöldið. Í gær var hann á Akureyri og í kvöld mætir hann aftur til Eyja.
Páll Óskar Hjálmtýsson tróð upp á Þjóðhátíð á föstudagskvöldið. Í gær var hann á Akureyri og í kvöld mætir hann aftur til Eyja. Mynd/Óskar Friðriksson
Um 13 þúsund manns eru Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, en Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar, býst við að eittþúsund til viðbótar bætist við fyrir kvöldið. Hann vonast eftir góðu veðri í kvöld, en segir að gestir upplifi "La dolce vita" sama hvernig fer.

Páll segir að samgöngur hafi gengið vel og að góð stemmning sé á hátíðinni þrátt fyrir að hressilega hafi rignt í gær. „Það er þurft núna og bjart yfir."

Páll segir spennu í loftinu og lífið verði yndislegt óháð veðri. Þjóðhátíðarlagið í ár ber heitir La dolce vita í flutningi Páls Óskars sem treður upp á hátíðinni í kvöld. Þá koma einnig fram Bubbi Morthens og Buff ásamt Ragnhildi Gísladóttur, Agli Ólafssyni og Andreu Gylfadóttur. Brekkusöngur undir stjórn Árna Johnsen hefst síðan klukkan 23.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×